Harðfiskur

1 af 4

Frystihúsið

Frystihúsið Breiðdalsvík er viðburðar og tónleikasalur af bestu gerð. Með glænýju hljóðkerfi og ljósum, rúmar 300 manns og er staðsett í enda sömu bygginar og Goðaborg er.

Heimsækja Frystihúsið

Beljandi Brugghús

Á Breiðdalsvík er rekið handverksbrugghúsið og barinn Beljandi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á 4-5 tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum, en einnig á nokkrum góðum stöðum á Austfjörðum á sumrin og má líka finna hann í Reykjavík og á Akureyri stöku sinnum. Barinn á Breiðdalsvík er opin öll kvöld yfir sumarið en lokað er að mestu yfir veturinn.

Beljandi á Facebook

Kaupfjelagið

Ferðastu aftur í tímann með því að heimsækja Kaupfjelagið á Breiðdalsvík. Hingað hafa heimamenn og gestir sótt þjónustu í rúmlega 60 ár og í dag er bæði kaffihús og verslun í Kaupfjelaginu. Í hillinum er að finna gamlar vöru sem voru til sölu í Kaupfjelaginu á upphafsárum þess.

Kaupfjelagið á Facebook

Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Heimsækja Hótel Breiðdalsvík

Tinna Adventure

Tinna býður upp á fjölbreyttar dagsferðir um Austurland. Allt frá stuttum ferðum um nágrennið að sérsniðnum óskum hvers og eins

Heimsækja Tinnu
1 af 4